Föstudagur, 31. júlí 2009
Mikil óánægja í samtökum eldri borgara
Mikil óánægja og ólga er nú í Landssambandi eldri borgara vegna framkomu stjórnvalda við eldri borgara og öryrkja.Ríkisstjórn Samfylkingar og VG réðist gegn kjörum eldri borgara og öryrkja 1.júlí sl. og lækkaði lífeyri þeirra.Um sama leyti var kaup láglaunafólks á almennum vinnumarkaði hækkað en aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun enda þótt það hafi verið föst regla að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um leið og kaup hækkaði
Ég minnist þess ekki að hafa orðið var við eins mikla óánægju og
ólgu í röðum eldri borgara eins og nú. Það er meiri óánægja nú en var þegar íhaldið var við völd.
Eldri borgurum finnst Árni Páll Árnason ráðherra þessara mála hafa komið illa fram við eldri borgara.Hann var tæplega búinn að kynna sér málaflokkinn þegar hann gekk fram fyrir skjöldu og skar niður almannatryggingar og lífeyri aldraðra og öryrkja.Hann gekk á undan öðrum ráðherrum í niðurskurðinum.Hvers vega lá honum svona mikið á að skera niður. Hverjum var hann að þóknast?
Var hann að þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Átti niðurskurður almannatrygginga 1.júlí sl. að tryggja vaxtalækkun þá strax? Eða átti niðurskurðurinn að tryggja viðbótarlán frá IMF? Hvorugt gerðist. Vextir lækkuðu ekki. Og viðbótarlánið frá IMF kom ekki. IMF hefur gefið Íslandi langt nef.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.