Föstudagur, 31. júlí 2009
"Við látum ekki kúga okkur"
Mönnum er það minniststætt,þegar Geir H.Haarde þá forsætisráðherra Íslands sagði á blaðamannafundi í Iðno í oktober sl. : Við látum ekki kúga okkur. Það var verið að ræða Ice save og innstæðutryggingar.Þetta voru fyrstu viðbrögð Geirs að borga ekki meira en Íslendingum bæri skylda til. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Í nóvember var gert bráðabirgðasamkomulag við Breta og Hollendinga um Ice save fyrir milligöngu eða með atbeina ESB.Þar var gert ráð fyrir,að íslenska ríkið greiddi enda þótt ekkert væri í tilskipun ESB sem segði,að ríki ætti að borga.Eftir það var ekki aftur snúið Samninganefnd Svavars Gestssonar gerði ekkert annað en að semja um gjaldfrest og greiðsluskilmála.Sú nefnd ræddi ekki þann möguleika að Ísland borgaði ekki. Enda sagði Svavar eftir 1-2 fundi að hann nennti þessu ekki lengur og skrifaði undir.
Allt frá því ríkisstjórnin Geirs Haarde skrifaði undir minnisblað í nóvember sl. fyrir tilstuðlan ESB ( nokkurs konar kúgun) hefur kúgun verið aukin gegn Íslandi í þessu máli. ESB hefur kúgað Ísland,IMF hefur kúgað Ísland,öll Norðurlöndin hafa kúgað Ísland og að sjálfsögðu Bretland og Holland. Stórþjóðirnar hafa kúgað smáþjóðina Ísland í þessu máli. Ef Þýskaland hefði átt í hlut en ekki Ísland þá hefði IMF strax afgreitt lán og viðbótarlán til Þýskalands án þess að blanda öðrum málum eins og Ice save þar saman við.Hvorki IMF eða ESB hefðu beitt sömu kúgun gegn stórveldi eins og Þýskalandi eða Bretlandi eins og þessir aðilar hafa gert gegn Íslandi.Þessi aðilar hafa níðst á smáríki
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.