Föstudagur, 31. júlí 2009
Skuldir ríkisins hafa aukist mikið
Heildarskuldir ríkissjóðs hækkuðu um 437,2 milljarða á síðasta ári, en þær fóru úr 288 milljörðum í 725,2 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2008 sem var að koma út. Sem hlutfall af landsframleiðslu hækkuðu hreinar skuldir úr 22,1% í 49,5%.
Staða tekinna lána ríkissjóðs hækkaði á árinu 2008 úr 311 milljörðum í ársbyrjun í 931,3 milljarða í árslok. Staða innlendra skulda hækkaði úr 156,7 milljörðum í 613,8 milljarða króna. Sú hækkun skýrist m.a. af 270 milljarða króna skuldabréfi til Seðlabanka vegna yfirtöku á veðlánum innlendra fjármálastofnana.
Erlendar skuldir ríkissjóðs ríflega tvöfölduðust í krónum talið á árinu 2008 eða úr 154 milljörðum í 317,5. Skýrist sú hækkun að mestu að lækkandi gengi íslensku krónunnar á árinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.