Föstudagur, 31. júlí 2009
Ritar opið bréf til félagsmálaráðherra.Kjaraskerðingin ekki betri en hryðjuverkalögin
Stjórnarmaður í Landsambandi eldri borgara,Grétar Snær Hjartarson,ritar félags-og tryggingamalaráðherra,Árna Páli Árnasyni,bréf og mótmælir harðlega kjaraskerðingu eldri borgara og öryrkja 1.julí sl.
Hann segir svo m.a.:
Ég rita þér þetta bréf i von um að,þú takir myndarlega til hendinni varðandi
leiðréttingar í kjaramálum eldri borgara. Þann 1. júlí s.l. urdu verulegar skerdingar í
greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins til okkar eldri borgara og öryrkja. Þetta er gert
med tilstyrk svivirðilegrar lagasetningar til skerdingar á launum okkar eldri borgara.
Islensk stjórnvöld voru að skattyrðast harðlega út i Breta, sem settu hrydjuverkalög
á okkur, en þessi gjörningur ykkar, Ámi Páll, er ekki hótinu betri. Ekki er við TR að
sakast þar sem sú stofnun er i raun adeins gjaldkeri þinn og rikisstjórnarinnar. TR
útdeilir ekki til okkar öðru en ykkur þóknast. Nú hefur það gerst i fyrsta skipti i
sögunni, að sjálf rikisstjórnin, sem náði meirihluta vegna slagorðanna um að standa
vörð um velferðarkerfð og að koma á velferðarkerfi að norrænni fyrirmynd, réðst
hatramlega á helgasta rétt eldri borgara, sjálfan grunnlifeyrinn. Grunnlifeyrir áttu
allir að fá burt séð frá tekjum og hann skyldi aldrei skerðast vegna greidslna úr
lifeyrissjóðum. Greidslur úr lifeyrissjóði eru nefnilega ekki atvinnutekjur heldur
endurgreidsla á sparnaði. Hér er þvi verið að mismuna .þeim sem lagt hafa spamað sinn i
lffeyrissjóð i stað þess að ávaxta hann i banka. Svo þar áttir þú örlitid í þessum
skerðingum. Tek dæmi af grunnlífeyri vegna þess, ad hann eru þær einu greidslur
sem ég fæ úr TR og þekki því mæta vel af eigin raun. Þann 1. juni s.l. voru útborguð laun min hjá
TR, i formi grunnlifeyris 18.397 krónur, en þann 1. júli lækkuðu þessi laun min frá TR,
um 17.395 kr6nur. eda niður i 1.002 krónur. Á sama tima og þetta gerist er samið um
hækkun á launum launþega innan ASÍ og BSRB, sem eru með 210.000 kr. eða
minna i mánadarlaun, um 20 þúsund kr.eða 9,45%, þegar. upp er staðið.
Síðar segir:
Það er afdráttarlaus krafa okkar eldri borgara,að þið dragið
til baka nú þegar þær skerðingar sem á okkur dundu 1.júlí og ekki eiga sinn líka í sögunni,ekki einu sinni hjá hatrömmustu íhaldsstjórn.Það er krafa okkar að lífeyrir aldraðra og öryrkja
verði auk þess hækkaður frá1,júlí til samræmis við hækkanir hjá launþegum innan ASÍ og BRSB.
Ég er sammála Grétari Snæ.
Björgvin Guðmundsson
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.