Fellur ríkisstjórnin á Ice save?

Nú er komið að afgreiðslu á Ice save.Fjárlaganefnd mun afgreiða málið  á morgun eða hinn og síðan fer málið á ný til alþingis.Sennilega mun enginn stjórnarandstæðingur greiða atkvæði með ríkisstjórninni í málinu. Það þýðir,að stjórnarþingmenn verða að greiða atkvæði með Ice save,allir nema  1-2.Falli málið er líklegt,að ríkisstjórnin falli um leið.Sennilega mundi  Steingrímur J. þá  segja af sér en það þýddi að VG færi út úr stjórninni.

Ég spái því,að nægilega margir stjórnarþingmenn muni styðja Ice save til þess að það fari í gegn. En til þess að svo verði þurfa að vera nægilega góðir fyrirvarar við ríkisábyrgðina.

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband