Pólverjar lána okkur 200 millj. dollara

Gera má ráð fyrir að efnislega ljúki samningaviðræðum við Pólverja um 200 milljóna dala lánveitingu til Íslendinga á næstu vikum. Formlega má ætla að samningum verði lokið í september. Þetta segir Jón Sigurðsson, formaður samninganefndar íslenska ríkisins, um gjaldeyrislán. Pólskir samningamenn koma hingað til lands í kringum 20. ágúst.

Eins og fram hefur komið verða Norðurlandalánin greidd út í tengslum við endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fjórum áföngum, í beinum tengslum við greiðslur sjóðsins. Jón segir pólska lánið fylgja svipuðu mynstri, reyndar með öðrum gengis- og gjaldeyrisákvæðunum, en það verður líklega greitt í þremur áföngum því það kemur seinna, „og þá verður vonandi búið að borga fyrsta skammtinn af Norðurlandalánunum auk næsta skammts af láni AGS,“ segir Jón.

Hvergi í samningstextum fyrrgreindra lána eru ákvæði um Icesave heldur eingöngu um áætlun Íslands með AGS enda eru lánin hugsuð til að styðja við hana, sér í lagi til að efla gjaldeyrisvaraforða landsins. Með tvíhliða lánum verður einnig minni þörf fyrir fé sjóðsins sjálfs.(mbl.is)

Pólverjar sýna hug sinn til Íslands með því að veita landinu lán í erfiðleikum þess.Það er einnig gott,að ekki  er minnst á Ice save í samningstexta um lánið. Það  er óviðunandi,að lönd,sem veita okkur lán séu að blanda þessu saman eins og Svíar hafa gert og fleiri Norðurlönd.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband