Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Lög brotin á öldruðum og öryrkjum
Í árslok 2008 ákvað félags-og tryggingamálaráðuneytið að bætur aldraðra og öryrkja skyldu hækka um 9,6% frá áramótum í stað 20 % eins og vísitala neysluvara hafði hækkað um.Áðeins þeir,sem nutu lágmarksframfærslutryggingar eða 1/4 hluti lífeyrisþega fengu fulla verðlagsppbót.Það var ákveðið með reglugerð,að 3/4 lífeyrisþega fengi aðeins 9,6% hækkun.Eins og ég skýrði frá í gær er það í lögum,að bætur aldraðra og öryrkja skuli aldrei hækka minna en sem nemur hækkun vísitölu neysluvara.Það stenst ekki að taka af lífeyrisþegum lögbundin réttindi með regugerð.Lög vega þyngra en reglugerð.Það bendir því allt til þess að ríkisvaldið hafi brotið lög á eldri borgurum og öryrkjum um sl. áramót.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.