Ice save: Mesta klúður allra tíma

Sennilega er Ice save málið mesta klúður,sem íslenskir stjórnmálamenn,hafa fengið til úrlausnar.Klúðrið felst m.a. í því að íslenska ríkinu ber ekki lagaleg skylda eða skylda skv. tilskipun ESB að borga Ice save reikningana ( lágmarkið) en samt ætlar ríkið að borga þó það hafi í raun tæpast efni á því.

Ríkisstjórn Geirs H.Haarde lýsti þvi yfir strax í byrjun oktober sl. að íslenska ríkisstjórnin ætlaði að gera það sama og allar ábyrgar ríkisstjórnir í V-Evrópu mundi gera í sambandi við innstæðureikningana.Þetta var túlkað svo,að Ísland ætlaði að borga innstæðutryggingu á hverja kennitölu,rúmar 20 þús. evrur á mann.Ísland lýsti því einnig yfir í okt./nóv. 2008,að íslenska stjórnin mundi tryggja  innstæðutryggingasjóði Landsbankans nægilegt fjármagn til þess að standa við skuldbindingar sjóðsins.Eftir þessar yfirlýsingar varð ekki aftur snúið. Það sem núverandi stjórn hefur verið að gera er að útfæra það samkomulag sem fyrri ríkisstjórn hafði gert,þ.e. semja um greiðsluskilmála og vexti.Sumir hafa að vísu sagt,að það hafi verið unnt að bakka út úr samkomulaginu frá nóv. 2008 og frá yfirlýsingum þáverandi ríkisstjórnar.En aðrir telja að það verið erfitt eða ókleift.

Ef Ice save samkomulagið verður fellt telja margir,að Ísland einangrist frá umheiminum og jafnvel að Ísland verði beitt hefndaraðgerðum.Því verður tæpast trúað og þó: Ísland hefur þegar verið kúgað.Gæti sú kúgun ekki haldið áfram?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband