Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Stefnt að samstöðu í fjárlaganefnd um Ice save
Hann segir að drög að breytingartillögum sem unnið var að um helgina hafi breyst mjög á síðustu klukkustundum og séu enn að breytast. Það séu fet í rétta átt.
Til stóð að fjárlaganefnd þingaði síðdegis eða í kvöld um ríkisábyrgð á Icesave-samningana en af því getur ekki orðið. Tveir fundir eru boðaðir í fjárlaganefnd um Icesave í fyrramálið, sá fyrri klukkan hálfníu og sá síðari klukkan ellefu.
Á síðari fundinn kemur kemur Lee Buchheit, fulltrúi lögfræðistofu í Bandaríkjunum en hann hefur sérhæft sig í skuldamálum og fjárhagslegri endurskipulagningu.(mbl.is)
Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn að reikna með að unnt sé að afgreiða málið einróma út úr nefndinni. Vonandi verður honum að ósk sinni.
Björgvin Guðmundsson

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.