Það þarf stranga fyrirvara fyrir ríkisábyrgð

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er sammála Ögmundi Jónassyni um að fyrirvara þurfi við ríkisábyrgð. Það þýði hinsvegar að funda þurfi aftur með viðsemjendum.

Engin niðurstaða er komin í Icesave-málið á Alþingi og á þessu stigi er óljóst hvort það verður tekið fyrir í þessari viku.

Fjárlaganefnd fundar stíft og kemur næst saman á ný í fyrramálið. Þar segjast menn finna meiri samhljóm milli flokka í dag en í gær. Engu að síður liggur afstaða Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra fyrir. Hann segir útilokað að samningurinn fari hrár í gegnum þingið. Ögmundur vill láta setja fyrirvara um ríkisábyrgðina og láta setja þak á hana.

„Það er unnið að því að setja fyrirvara og reisa girðingar utan um hagsmuni Íslands í þeim þrengingum sem framundan eru," segir Ögmundur. „Það er gleðilegt að í öllum stjórnmálaflokkum er nú að finna samhljóm og vilja til þess að taka sameiginlega á málinu. Minn draumur er sá að niðurstaðan gæti orðið 63-0."

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafnar því að samninganefndin hafi samið af sér og segir Ögmund ekki hafa sett oddvitum ríkisstjórnarinnar neina afarkosti. Hún er sammála honum um að setja þurfi fyrirvara við ríkisábyrgðina en það þýði að funda þurfi aftur með viðsemjendum. Jóhanna er fullviss að ríkisstjórnin muni koma málinu í gegnum þingið en segir að æskilegt væri að breið samstaða sé um jafn stórt mál. (ruv.is)

Það er rétt,að það þarf fyrirvara við ríkisábyrgðina,varðandi uppsagnarákvæði,varðandi það að ekki megi ganga að eignum ríkisins.Best er að setja inn ákvæði um að ef greiðslur vegna Ice save fari umfram ákveðið hlutfall landsframleiðslu  þá verði samið á ný.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband