Íslandsbanki lækkar höfuðstól húsnæðislána

Íslandsbanki hyggst grípa til þess ráðs að lækka höfuðstól húsnæðislána í erlendri mynt og hefðbundinna verðtryggðra lána og breyta þeim í óverðtryggð lán í krónum. Þetta staðfesti Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Við [hjá Íslandsbanka, innsk. blm.] höfum verið að leita lausna á þeim skuldavanda sem heimili og fyrirtæki eru í. Við höfum verið að vinna að lausn, sem byggist á leiðréttingu höfuðstóls erlendra húsnæðislána og verðtryggðra húsnæðislána, í skiptum fyrir það að fara í óverðtryggðar íslenskar krónur. Nú erum við komin með efnahagsreikning bankans og sjáum hvaða svigrúm við höfum.“

Birna segir ekki ljóst enn hversu mikil leiðréttingin á höfuðstól lánanna verður en hún muni skipta sköpum fyrir marga af viðskiptavinum bankans. Birna segir ennfremur að mikilvægt sé að ná samfélagslegri sátt um aðgerðirnar og að þær verði samræmdar hjá fjármálastofnunum, a.m.k. að hluta. Forsvarsmenn Íslandsbanka hafa átt í viðræðum við skattyfirvöld og stjórnvöld um hvernig útfæra má lækkun höfuðstóls lána. Samkvæmt lögum þyrfti að greiða skatt af niðurfellingu lánsins, í hlutfalli við þá upphæð sem yrði afskrifuð.(mbl.is)

Þetta er gott framtak hjá Íslandsbanka. En það þarf meira til. Ríkið verður einnig að bæta sín úrræði. Framkvæmd greiðsluaðlögunar er til skammar. Fólk er meðhöndlað ein og það sé gjaldþrota. Það gengur ekki. Því verður að breyta.Einnig þurfa að koma betri úrræði fyrir þá ,sem ekki eru komnir í þrot.

 

Björgvin Guðmundssin

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það komið til umræðu hjá stjórnvöldum og fjármálastofnunum að höfuðstóll húsnæðislána í erlendri mynt verði miðaður við ákveðna gengisvísitölu, til að samræma aðgerðir. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar enn og hafa bankarnir, hver í sínu horni, málin til skoðunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband