Segja nóga peninga í bönkunum

Innstæður í bönkum landsmanna nema nú um 2.000 milljörðum króna. Í maí voru þær um 1.700 milljarðar en voru um 1.400 milljarðar fyrir hrun.

„Það má lýsa þessu þannig að bankarnir eru stútfullir af peningum," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Ein skýringin er að fólk haldi að sér höndum og sparar meira, að sögn Gylfa. Einnig geyma erlendir aðilar, fyrrum eigendur jöklabréfa, fé hér á landi vegna gjaldeyrishafta.

„Óhætt er að hvetja fólk til fjárfestinga og eyðslu. Sérstaklega ef það snýst um innlenda vöru, til dæmis að gera upp húsin sín," segir Gylfi.

Pétur Blöndal alþingismaður segir að fjárfestingarkostum sé haldið inni í bönkunum með háum vöxtum á innlánum. Vextir á innlánum Seðlabankans eru 9,5 prósent og um leið og Seðlabankinn lækkar þá eykst hvatinn til þess að eyða og fjárfesta, segir Pétur.

Til þess að fólk geti byrjað að fjárfesta verða menn að fá tiltrú á fyrirtækjum landsins, að mati Péturs en hann hefur lagt fram frumvarp á þingi um gegnsæ hlutafélög. Hækkun innlána er þó afskaplega góð þróun, að mati Péturs.

„Þessi þjóð hefur lengi eytt um efni fram að mínu mati."

Þegar kreppir að, sérstaklega í kjölfar bankakreppu líkt og riðið hefur yfir Ísland, frestar fólk neyslu og fjárfestingar dragast hratt saman. Þetta kemur fram í nýlegri Hagsjá Landsbankans. Segir enn fremur að fólk og fyrirtæki kjósi fremur að spara en eyða og því aukist innstæður hratt.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ákveðið öryggi sé í innstæðum eftir að gefin hafi verið út ríkisábyrgð á þeim eftir bankahrunið. Telur hann að heimilin eigi ekki mikið af þessum innstæðum, frekar sé um að ræða lífeyrissjóði og erlenda fjárfesta sem nýti sér háa vexti.

„Það er áhyggjuefni að það fjármagn sem til er fari ekki í fjárfestingar," segir Gylfi. Vextirnir lokki fjárfesta inn í bankana en á sama tíma er ekki hægt að lána út, því enginn vill taka lán.

„Peningamálastefnan á að skila því að háir vextir haldi peningum í landinu en af því þeir eru svo háir eru þeir bara á bankabókunum. Ég fæ ekki séð hvernig bankakerfið getur gengið upp í þessum aðstæðum," segir Gylfi.(visir,is)

Það kann að vera að nóg sé af peningum í bönkunum. En það er ekkert gagn í því,þar eð bankarnir lána ekkert. Smáatvinnurekendum ber saman um það,að þegar þeir snúa sér til bankanna og biðja um lán fá þeir alltaf synjun. Bankarnir hugsa aðeins um stærri viðskiptavini en láta þá smærri lönd og leið.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband