Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Sjálfstæðisflokkurinn með og móti!
Ice save málið var tekið til 3.umræðu á alþingi í morgun eftir að fjárlaganefnd hafði afgreitt málið.Samkomulag varð í nefndinni milli sömu flokka og áður um frekari fyrirvara við ríkisábyrgðina og þá aðallega þá, að ríkisábyrgðin tæki ekki gildi fyrr en mótaðilinn hefði samþykkt fyrirvarana.Stjórnarflokkarnir,Sjálfstæðisflokkur og Borgarahreyfing stóðu saman að afgreiðslu málsins í fjárlaganefnd.Við umræður um málið í morgun vakti athygli,að enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hefði samþykkt málið í fjárlaganefnd hélt hann áfram að gagnrýna málið á alþingi. Var flokkurinn við umræðurnar jafnmikið á móti málinu eins og með því. Minnti afstaða flokksins á afstöðu Framsóknar hér áður,þe. að vera bæði með og móti. Var þetta kallað já já ,nei,nei stefnan.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.