Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Verðbólgan komin niður í 10,9%
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í ágúst hækkaði um 0,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,68% frá júlí.
Að sögn Hagstofunnar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 10,9% sem er minnsta verðbólga frá því í mars á síðasta ári. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 16,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% sem jafngildir 8,6% verðbólgu á ári (13,3% fyrir vísitöluna án húsnæðis).
Hagstofan segir, að sumarútsölum sé víða lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,9% (vísitöluáhrif 0,32%). Verð dagvara hækkaði um 1,1% milli mánaða (0,19). Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 0,8% (-0,10%) og voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,06% en af lækkun raunvaxta -0,04%.
Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,5% (0,18%). Verð á húsgögnum lækkaði um 3,8% (-0,10%) og verð nýrra bíla lækkaði um 4,4% (-0,16%). (mbl.is)
Það gengur hægt að koma verðbólgunni niður. Þetta er mjög lítil lækkun en það mjakast þótt hægt fari. Nauðsynlegt er að verðbólgan fari hratt niður svo gengið fari að styrkjast og vextir að lækka.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.