Fimmtudagur, 27. ágúst 2009
Er skerðing grunnlífeyris mannréttindabrot?
Um leið er farið inn á nýjar og forkastanlegar brautir varðandi til dæmis samspil almannatrygginga- og lífeyrissjóðsgreiðslna. Landssamband eldri borgara varar einnig við þeirri stefnubreytingu stjórnvalda að einskorða bætur almannatrygginga einvörðungu við þá sem verst eru settir í samfélaginu. Slíkt kerfi hefur í för með sér svelt velferðarkerfi sem á ekkert sameiginlegt með norrænni velferðarstjórn.
Ég tek undir þessa ályktun LEB. Það er engu líkara en ríkisstjórnin vilji breyta almannatryggingunum í nokkurs konar fátækraframfærslu.Samtök eldri borgara eru algerlega andvíg því.Þau vilja,að almannatryggingar verði eins og áður tryggingar fyrir alla.Þess vegna má alls ekki skerða grunnlífeyrinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.