Föstudagur, 28. ágúst 2009
Ice save málið afgreitt á alþingi
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um Ice save málið á alþingi. Stjórnarflokkarnir,Sjálfstæðisflokkur og Borgarahreyfing standa að afgreiðslu málsins en Framsókn er á móti.Í morgun fluttu leiðtogar allra flokka flokka stuttar ræður um málið. Sjálfstæðisflokkurinn hélt áfram að nöldra enda þótt hann væri búinn að samþykkja þá fyrirvara,sem gerðir eru við ríkisábyrgðina.Það er í rauninni stórmerkilegt,að Sjálfstæðisflokkurinn,sem ber meiri ábyrgð á Ice save klúðrinu en nokkur annar flokkur skuli stanslaust ráðast á þá menn sem eru að reyna að leysa úr klúðrinu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði förgöngu um einkavæðingu Landsbankans.Það var einkavæðing bankans sem leiddi til falls hans og brasks sem leiddi bankann í þrot.Landsbankinn undir forustu Björgólfs Guðmundssonar og Kjartans Gunnarssonar ber ábyrgð á Ice save klúðrinu.Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki þvegið þá ábyrgð af sér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.