Föstudagur, 28. ágúst 2009
Vilja greiðsluverkfall fyrstu 2 vikur í oktober
Hagsmunasamtök heimilanna hvetja fólk til að fara í greiðsluverkfall fyrstu tvær vikurnar í október. Tilgangurinn er að fá stjórnvöld og fjármálastofnanir að samningaborðinu til að semja um skuldir heimilanna. Samtökin hafa beðið ríkissáttasemjara að hafa milligöngu í samningaviðræðunum.
Félagsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna og þeim sem eru sammála kröfum samtakanna um leiðréttingu íbúðalána er boðið að taka þátt í greiðsluverkfalli frá 1. til 15. október. Fólk getur tekið þátt í verkfallinu með ýmsu móti svo sem með því að greiða ekki af íbúða- og bílalánum, draga afborganir í fimmtán daga, takmarka afborganir við greiðsluáætlun, segja upp kortasamningum og greiðsluþjónustu.
Þorvaldur Þorvaldsson er formaður verkfallstjórnar. Hann segir að markmiðið sé að fá viðsemjendur að samningaborðinu til að leysa húsnæðislánavandann.
Hagsmunasamtök heimilanna segjast renna nokkuð blint í sjóinn varðandi fjölda þeirra sem koma til með að taka þátt í verkfallinu en binda vonir við að rúmlega fimm þúsund manns verði með.
Samtökin telja að greiðsluverkfall lúti hliðstæðum reglum og önnur verkföll. Þess vegna fóru samtökin fram á að ríkissáttasemjari boði fulltrúa Samtaka fjármálafyrirtækja, Landsambands lífeyrissjóða og stjórnvalda til samningaviðræðna um kröfur samtakanna. Ólafur Garðarsson í verkfallstjórn segir þetta í raun kjaramál. Ríkissáttasemjari gaf ekki kost á viðtali í morgun. (ruv.is)
Það er skiljanlegt,að Hagsmunasamtök heimilanna gripi til aðgerða.þau hafa talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda.Þau vilja fá stjórnvöld að samningaborði til þes að semja um skuldir heimilanna. Það er eðlileg krafa. Heimilin eru að kikna undan skuldabyrðinni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.