Ekkert að marka yfirlýsingar um að menn vilji efla þingið

Það hefur mikið verið ritað og rætt um það undanfarin misseri,að það þyrfti að efla þingið  og draga úr völdum framkvæmdavaldsins.Við meðferð Ice save málsins  gerðist það að þingið fékk raunveruleg völd.Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um ríkisábyrgð á Ice save. Málið var lagt fyrir þingið og í 10 vikur hafði þingið og einkum fjárlaganefnd  málið til meðferðar og setti þá fyrirvara og skilmála sem það taldi nauðsynlega ef veita ætti ríkisábyrgð. Málið var mjög vel unnið í fjárlaganefnd undir stjórn Guðbjarts Hannessonar,formanns nefndarinnar.Yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins  um þessa vinnu eru hinar furðulegustu: Þingið tók völdin af ríkisstjórninni,segir Bjarni Benediktsson,formaður flokksins.Of yfirlýsingar annarra þingmanna flokksins eru í sama dúr. Bjarni bætti við og sagði: Ríkisstjórnin játaði sig sigraða.Hvaða bull er þetta. Hvað með allt tal um að þingið eigi að ráða sem mestu og ríkisstjórnir eigi ekki alltað að valta yfir þingið.Loksins þegar þingið fær aukin völd eins og í  Ice save málinu  þá er það lagt úr á versta veg. Ætla þessir gömlu flokkar aldrei að komast upp úr skotgröfunum.Þeim væri nær að taka höndum saman í  mikilvægum málum. Hvernig væri að flokkarnir tækju höndum saman um að leysa vanda heimilanna, þegar þing kemur saman á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband