Fjármálaráðherra gefur ekki út ríkisábyrgðina fyrr en Bretar og Hollendingar hafa samþykkt

Bretar og Hollendingar verða þó að fallast á fyrirvara Alþingis fyrir ríkisábyrgð á Icesave. Að öðrum kosti getur fjármálaráðherra ekki gefið ríkisábyrgðina út. Unnið er að því að kynna lögin og fyrirvara Alþingis fyrir breskum og hollenskum stjórnvöldum.

Erlendir fjölmiðlar hafa fylgst náið með lyktum Icesave-málsins. Bæði gegnum fulltrúar sína hér á landi og með viðtölum við ráðamenn. Meðal annars hafa ráðherrar rætt við blaðamenn frá Financial Times, BBC, International Herald Tribune og Wall Street Journal.

Íslensks stjórnvöld hafa upplýst Breta og Hollendinga jafnharðan um gang mála. Nú þegar búið er að samþykkja frumvarpið, þarf að þýða lögin og gögn sem þeim fylgja og útskýra fyrir breskum og hollenskum stjórnvöldum. Þetta starf fer fram í sendiráð Íslands erlendis og íslenska embættismannakerfinu. En auk þess hefur fjármálaráðuneytið keypt þjónustu almannatengslafyrirtækis í Lundúnum. Ekki er búið að ákveða neitt um hvort ráðherrar eða menn úr samninganefndinni fari utan til að kynna málið - það kemur í ljós seinna, þegar Bretar og Hollendingar hafa farið yfir málið.

En til að lögin um Icesave-ábyrgðina, öðlist gildi, þarf forseti Íslands að undirrita þau. Lögin verða send honum frá fjármálaráðuneytinu og gerist það líklega strax eftir helgi. Venjan er sú að forsetinn staðfesti lög með undirskrift sinni undir eins og þau berast honum. Því næst þarf að birta lögin í Stjórnartíðindum.

Nokkur þúsund manns hafa hins vegar skorað á forsetann að synja frumvarpinu staðfestingar. Undirskriftasöfnun stendur yfir á vefsíðunni Kjósa.is. Aðstandendur hennar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þannig verði komið í veg fyrir Icesave gremju í samfélaginu til frambúðar. Þjóðaratkvæðagreiðsla sé eina leiðin til að ná lýðræðislegri niðurstöðu í málið og fá um það sátt í þjóðfélaginu. Undirskriftirnar verða afhentar forseta á mánudag.(ruv.is)
Trúlega samþykkja Bretar og Hollendingar fyrirvarana. Og líklegt er að forseti Íslands skrifi undir lögin. En fallist  Bretar og Hollendingar ekki á fyrirvarana verður engin ríkisábyrgð gefin út.
Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband