Sunnudagur, 30. ágúst 2009
VG á móti sölu orkulinda til erlendra aðila
Vinstri hreyfingin - grænt framboð leggst eindregið gegn því að lausafjárvandi samfélagsins verði leystur með sölu eða langtímaframsali á auðlindum og orkufyrirtækjum. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar VG sem fer fram á Hvolsvelli um helgina.
Segir í ályktuninni að í þeirri vá sem nú vofi yfir þar sem Magma Energy og GGE séu nálægt því að eignast þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og auðlindir á Reykjanesi sé það brýnna en nokkru sinni fyrr að Vinstri græn stöðvi þessi áform. Beinir flokksráðið því til ráðherra sinna, þingmanna og sveitarstjórnarmanna að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með því að halda HS orku í samfélagslegri eigu.
Þá segir í ályktuninn að ekki sé seinna vænna að breyta lögum og reglugerðum þannig að almannahagsmunir séu varðir og að samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja og orkuauðlinda sé tryggt.(visir.is)
Ég tel,að það verði að fara mjög varlega í sölu á hlut í íslenskum orkufyrirtlkjum til erlendra aðila. Sala á hlut til Magma í Kanada er að mínu mati varhugaverð.Best er að halda HS orku í eigu Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.