Sjálfstæðisflokkurinn brást á alþingi.Reis ekki undir ábyrgðinni

Sjálfstæðisflokkurinn segir,að ef Bretar og Hollendingar samþykki ekki fyrirvarana við lögin um ríkisábyrgð þá verði ríkisstjórnin að segja af sér! Þetta er furðuleg yfirlýsing frá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hafði ekki manndóm í sér til þess að samþykkja ríkisábyrgðina um Ice save enda  þótt flokkurinn hefði staðið að afgreiðslu málsins í fjárlaganefnd og samþykkt alla fyrirvarana sem ákveðið var að setja fyrir ríkisábyrgðinni.Formaður fjárveitinganefndar lagði sig fram um að ná víðtækri samstöðu í nefndinn um afgreiðslu málsins og samstaða varð í nefndinni með stjórnarflokkunum,Sjálfstæðisflokki og Borgarahreyfingunni um fyrirvarana.Eðlilegt hef'ði því verið að þeir sem stóðu saman um að breyta málinu í fjárlaganefnd hefðu einnig staðið saman um afgreiðslu málsins á alþingi.Það hefði  verið ábyrg afstaða.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Aðalatriðið er það  að það tókst að laga þetta Æsseif mál heilmikið.

Best hefði auðvitað verið að ná víðtækri sátt á þingi og helst meðal þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu um Æsseif. Það er enn von til þess að Ólafur Ragnar vísi málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, það er raunverulega eina leiðin til að skapa sátt um málið. 

Sigurður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smáleiðrétting:

Ríkisstjórn Geirs Haarde samdi við Bretana um Icesafe! En það var í því mikla panikástandi og taugaveiklaða umhverfi sem þá ríkti í stjórnkerfinu. Sjálfstæðismenn gátu ekki samið með einhverri skynsemi.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG var bundin af þessu samkomulagi. Reynt var að breyta skilmálunum fyrst í samningunum sem Svavar Gestsson var fyrir í samninganefnd. Líklega hefði eftir á að hyggja verið betra að fá grjótharða samningamenn sem gjörþekkja bretst réttarfar og einnig sérfræðing á sviði íslensks skiptaréttar. Þar hefði t.d. verið ágætt að fá Ragnar H. Hall gamlan reynslubolta í þessum málum. Hann var t.d. skipaður skiptaráðandi vegna Hafskipsmálsins á sínum tíma og gjörþekkir þetta svið lögfræðinnar byggðu á germönskum rétti.

Þá er spurning hvernig Bretar og Hollendingar aðhafast. Það er viðurkennt sjónarmið í skaðabótarétti að sú kvöð er lögð á þann sem verður fyrir tjóni að viðkomandi verði að draga sem mest úr tjóni sínu. Ef hann er sannur að því að gera tjónið meira, þá gæti það haft áhrif á lækkun skaðabóta eða endurgjalds. Má þá líta á, að kæruleysi viðkomandi sé samþykkur því ástandi sem er við tjónið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.8.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband