Hvers vegna var ráðist á kjör aldraðra og öryrkja?

Ég hefi fengið mikil viðbrögð við grein,sem ég skrifaði í Mbl. sl. miðvikudag undir fyrirsögninni: Laun lífeyrisþega eiga  að hækka eins og kaup verkafólks. Í greininni gegnrýndi ég harðlega aðför ríkisstjórnarinnar að kjörum aldraðra og öryrkja 1.júlí sl. og krafðist þess,að sú aðgerð yrði afturkölluð jafnframt því,sem ég fór fram á,að aldraðir og öryrkjar fengju sömu launahækkun ( lífeyrishækkun) og verkafólk hefði fengið og fengi síðar á þessu ári og því næsta.Fjölmargir hafa hringt til mín og látið í ljós undrun yfir því að  ríkisstjórnin hefði byrjað á því að ráðast á kjör aldraðra og öryrkja en  ekki hefði verið tekið til  hjá ráðherrunum  sjálfum og í næsta nágrenni við þá.Spurningin er þessi: Hvers vegna byrjaði ríkisstjórnin á því að ráðast á kjör aldraðra og öryrkja?

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband