Mánudagur, 31. ágúst 2009
Rikið vill,að HS orka verði í meirihlutaeign Íslendinga
Ríkisstjórnin vill að HS Orka verði undir innlendu meirihlutaforræði og eignarhaldi. Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra segir unnið að því að innlendir einkaaðilar og ríkið eignist sameiginlega meirihluta í fyrirtækinu segir.
Steingrímur segir þar misskilning þegar því sé haldið fram að ríkið vilji eignast meirihluta í HS orku. aðalatriðið sé að fyrirtækið verði í meirihlutaeigu innlendra aðila.
Stefnt er að niðurstöðu í dag en Orkuveita Reykjavíkur þarf að gefa Magma Energy svar í dag hvort tilboði kanadíska fyrirtækisins í hlut orkuveitunnar í HS orku verði tekið.(ruv.is)
Ég er sammála þessu sjónarmiði ríkisstjórnarinnar.Ég óttast,að Magma mundi ná of miklum ítökum í orkulindum hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.