Mánudagur, 31. ágúst 2009
Mikill afgangur á vöruskiptajöfnuđi
Afgangur af vöruskiptum fyrstu sjö mánuđi ársins nam 39,8 milljörđum króna en á sama tímabili áriđ 2008 voru vöruskiptin óhagstćđ um 71,3 milljarđa króna á sama gengi. Vöruskiptajöfnuđurinn var ţví 111,1 milljarđi króna hagstćđari en á sama tíma áriđ áđur.
Hagstofan birti í morgun endanlegar tölur um vöruskiptin í júlí en ţá voru fluttar út vörur fyrir 41,7 milljarđa króna og inn fyrir tćpa 34,9 milljarđa króna. Er ţetta í samrćmi viđ bráđabirgđatölur, sem birtar voru í byrjun ágúst. Vöruskiptin í júlí, reiknuđ á fob verđmćti, voru ţví hagstćđ um 6,8 milljarđa króna. Í júlí 2008 voru vöruskiptin óhagstćđ um 33,3 milljarđa króna á sama gengi.
Fyrstu sjö mánuđina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 253,5 milljarđa króna en inn fyrir 213,7 milljarđa króna fob. Verđmćti vöruútflutnings var 101,8 milljörđum eđa 28,7% minna á föstu gengi en á sama tíma áriđ áđur. Sjávarafurđir voru 44,7% alls útflutnings og var verđmćti ţeirra 13,8% minna en á sama tíma áriđ áđur. Útfluttar iđnađarvörur voru 48,9% alls útflutnings og var verđmćti ţeirra 30,3% minna en á sama tíma áriđ áđur. Mestur samdráttur varđ í verđmćti útflutnings iđnađarvara, ađallega áls, en einnig var samdráttur í útflutningi á skipum og flugvélum og á sjávarafurđum
Fyrstu sjö mánuđi ársins 2009 var verđmćti vöruinnflutnings 212,9 milljörđum eđa 49,9% minna á föstu gengi en á sama tíma áriđ áđur. Samdráttur varđ í innflutningi nćr allra liđa innflutnings, mest í hrá- og rekstrarvöru, flutningatćkjum og fjárfestingavöru.(mbl.is)
Ţetta er ánćgjulegur viđsnúningur og getur hjálpađ okkur til ţess ađ komast úr úr kreppunni.Ţessi mikli afgangur er rök fyrir vaxtalćkkun ađ mínu mati.
Björgvin Guđmundsson

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.