Mánudagur, 31. ágúst 2009
Er verið að eyðileggja almannatryggingarnar á Íslandi?
Er verið að eyðileggja almannatryggingarnar á Íslandi? Þessi spurning kemur upp í hugann,þegar grunnlífeyrir er afnuminn hjá miklum fjölda fólks og lífeyrir aldraðra og öryrkja er skertur.Þegar almannatryggingar voru lögfestar hér að kröfu Alþýðuflokksins í tíð nýsköpunarstjórnarinnar var ákveðið að setja á fót svo fullkomnar almannatryggingar hér að Ísland yrði í fremstu röð nágrannaþjóða á þessu sviði.Undafarin ár hefur Ísland stöðugt verið að dragast aftur úr hinum Norðurlöndunum á sviði almannatrygginga.Lífeyrir aldraðra og öryrkja er lægstur hér á öllum Norðurlöndunum.Um þverbak keyrði 1.júlí sl. þegar ríkisstjórnin skar niður lífeyri aldraðra og öryrkja.Það verður strax að leiðrétta þá ráðstöfun.Jafnframt þarf að veita lífeyrisþegum sömu launahækkun og verkafólk fékk 1.júlí, fær 1.nóvember og á næsta ári.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Björgvin
Þú átt miklar þakkir skildar fyrir að vera ´að er virðist´ eini málssvari lítilsmagnans á Islandi. Hvar eru öll þessi samtök sem maður hefur heyrt um..það heyrist ekki múkk frá þeim. Treysti á að þú haldir áfram baráttunni og takist að vekja fólk til baráttu gegn óréttlætinu,
Björn Emilsson, 31.8.2009 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.