Er verkalýðshreyfingin að blekkja almenning?

Verkalýðsforustan hefur talið almenningi trú um,að kauphækkun,sem samið var um 1.júlí sl. og 1.nóv. n.k.  væri  aðeins fyrir þá lægst launuðu.En samkvæmt upplýsingum,sem ég hefi fengið frá verkalýðsmanni utan af landi er svo ekki. Hann segir:Það er alrangt,sem verkalýðsforustan og stjórnvöld hafa  talið þjóðinni  trú um  að aðeins verkafólk á  lágum launum hafi fengið þessar launahækkanir.Allt verkafólk í frystihúsum  og fiskimjölsverksmiðjum hefur fengið þessar hækkanir enda þótt laun verkafólks á þessum   vinnustöðum séu langt yfir lágmarkslaunum.

Það er alvarlegt mál,ef aðilar vinnumarkaðarins hafa verið að blekkja almenning og stjornvöld með tali um að einungis væri verið að hækka lægstu laun, ef  í raun hafi öll laun verkafólks hækkað.Ef þetta er rétt,sem reyndur maður úr verkalýðsmálum utan af landi segir mér þá á ekki aðeins að hækka lægsta lífeyri  aldraðra og öryrkja vegna kauphækkana verkafólks heldur lífeyri allra lífeyrisþega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband