Þriðjudagur, 1. september 2009
Árni Páll! Hvað dvelur orminn langa?
Nú er 2 mánuðir frá því að verkafólk fékk launahækkun,6750 kr. og samið var um aðra eins hækkun 1.nóv, n.k. Eldri borgarar og öryrkjar eiga rétt á jafnmikilli hækkun á lífeyri sínum en hún er ekki komin enn. Hvað dvelur orminn langa. Ætlar Árni Páll félagsmálaráðherra ekki að láta aldraðra og öryrkja fá sömu hækkun og verkafólk.Það hefur verið venjan mörg undanfarin ár og var venja þegar íhaldið réði. Ekki getur " "félagshyggjustjórn" verið eftirbátur íhaldsins í þessu efni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einu sinn var sagt að allt væri betra en íhaldið.
Er þetta virkilega að snúast við gagnvart lífeyrisþegum og öryrkjum- að íhaldið sé betra en allt annað ?
Við bíðum og sjáum til.
kveðja.
Sævar Helgason, 1.9.2009 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.