Fylgi stjórnarflokkanna eykst þrátt fyrir Ice save!

Fylgi meðal kjósenda samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups: 49% styðja ríkisstjórnina; örlítið fleiri en þegar síðast var spurt. 27% segjast myndu kjósa Samfylkinguna 2% fleiri en síðast. 22% styðja Vinstri hreyfinguna grænt framboð 3% fleiri en síðast. Fylgi við Framsóknarflokkinn minnkar hins vegar um tvö prósentustig og er nú 15%. Fylgi við Borgarahreyfinguna minnkar jafn mikið og er nú 6%. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er hins vegar óbreytt 29%. 2% myndu kjósa aðra flokka en þá sem eru á þingi. Gallup spurði tæplega 5 þúsund kjósendur um fylgi við flokkana og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Könnunin var gerð á síðustu fjórum vikum tæplega 60% svöruðu.(mbl.is)

Það er stórmerkilegt,að fylgi stjórnarflokkanna skuli aukast eftir afgreiðslu þeirra á erfiðasta máli,sem þingið  hefur fengið til meðferðar,þe. Ice Save málið.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert bætt við  sig þrátt fyriir mikla baráttu gegn Ice save og þó flokkurinn hafi ekki þorað að greiða atkvæði með því. Meirihluti þjóðarinnar er hins vegar á móti Icesave samkvæmt Gallup.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband