Þriðjudagur, 1. september 2009
Dagur:Verið að selja hlutinn á brunaútsölu
Það gengur ekki að hlaupa til og selja þessa lykilþætti á brunaútsölu," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, um samkomulag Orkuveitu Reykjavíkur við Magma Energy um sölu á hlut Orkuveitunnar í HS orku. Hann gagnrýnir pukur í kringum samkomulagið. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarmaður Orkuveitunnar, segir að ekki sé verið að fela neitt fyrir borgarbúum.
Dagur og Guðlaugur tókust á um samkomulagið við Magma í Kastljósi fyrr í kvöld. Dagur sagði ljóst að verið væri að fara mjög óvarlega með fjármuni borgarbúa. Hann sagði sporin hræða og vísaði til fyrri verka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Dagur gagnrýndi samkomulagið og sagði það eina sem væri í hendi væri þriggja milljarða útborgun. Hann benti á að Magma væri ekki reiðbúið til að leggja fram móðurfélagsábyrgð. Þá gagnrýndi Dagur að skuldabréfið sem Orkuveitan fær fyrir væri í dollurum. Það vita allir að bréf í dollurum mun hríðfalla þegar krónan hækkar."
Guðlaugur sagði endurskoðendur hafa farið yfir útreikninga í tengslum við samkomulagið. Við erum búin að taka gengisáhættuna út með því að setja þetta inn í lánasafn félagsins. Ef að gengið styrkist, og guð hjálpi okkur að það verði, þá mun eigið fé Orkuveitunnar batna."(mbl.is)
Ég er sammála Degi. Það er verið að selja hlutinn í HS orku á alltof lágu verði.Útborgun er einnig alltof lág og tryggingar fyrir eftirstöðvum lélegar .
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.