OECD blandar sér í innanlandsmál Íslands

Stjórnvöld verða að skera niður útgjöld til að koma lagi á ríkisfjármálin. Mikið rými er til að skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar. Þetta segja höfundar nýrrar skýrslu OECD, efnahags og framfarastofnunarinnar, um efnahagsmál hér á landi. Í skýrslunni er greint frá ástæðum efnahagshrunsins hér á landi.

Örlög bankakerfisins hafi ráðist að hluta til af því að fjármagnsmarkaðir heimsins lokuðust skyndilega, en stórhuga sókn íslensku bankanna ásamt óskilvirku bankaeftirliti hafi gert þá mjög berskjaldaða. Hrunið leiddi í ljós að fjármálaeftirlitið var veikbyggt og þarfnist leiðréttingar. Eftir að bankarnir voru einkavæddir 2003, uxu þeir mjög hratt og urðu svo stórir í hlutfalli við þjóðarbúið að ekki var hægt að bjarga þeim þegar þeir lentu í erfiðleikum. OECD segir að í framtíðinni muni fjárhagslegur stöðugleiki nást með því að bankakerfið verði minna og einfaldara og eftirlit strangara. Stofnunin segir að Nýju bankarnir hafi að geyma gallaðar eignir, þeir séu of stórir og ættu ekki að vera að eilífu í ríkiseigu. Gjaldeyrishömlum ætti að aflétta hið fyrsta svo hægt verði að taka aftur upp eðlileg fjárhagssamskipti við erlenda markaði. Ef Ísland gerist aðili að ESB, væri æskilegt fyrir landið að leita aðgangs að evrusvæðinu svo fljótt sem unnt er til að njóta efnahagslegs hagræðis þess. (ruv.is)
Ég tel,að OECD eigi ekki að skipta sér af hvaða rekstrarform  fyrirtækja sé valið á Íslandi.Einkavæðing bankanna tókst ekki það vel, að það eigi að flýta sér að koma þeim í hendur einkaaðila á ný.Einkavæðing bankanna hér á stóran þátt í hruninu. Það þarf að fara mjög varlega í einkavæðingu banka.Sennilega ætti enginn að eiga meira en 10% og ríkið þarf áfram að vera stór eignaraðili.Við skulum ekki brenna okkur á því sama aftur.
 Björgvin Guðmundsson

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband