Ögmundur óánægður með skýrslu OECD

Ögmundur Jónasson, heilbrigðismálaráðherra, segir ekki ráðlegt að fara eftir tillögum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD varðandi niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Þær feli í sér kröfu um einkavæðingu og sjúklingaskatta og eru á gagnstæðum meiði við þá stefnu sem ráðuneytið vinnur nú að.

OECD leggur til að ráðist verið í enn meiri niðurskurð í ríkisrekstri hér á landi og þá sérstaklega í heilbrigðis- og menntakerfinu. Þá segir OECD að mikið svigrúm sé til að skera niður á þessum sviðum án þess að það komi á gæðum þjónustunnar. Ögmundur Jónason, heilbrigðismálaráðherra, gefur lítið fyrir þessar tillögur OECD sem hann segir endurtekið efni. Krafa um niðurskurð, einkavæðingu og sjúklingaskatta.

Ögmundur segir að því miður séu ráðherrar ríkisstjórnarinnar nú nauðbeygðir til að draga úr útgjöldum á öllum sviðum. Umdeilt sé hversu langt eigi að ganga. Reynt sé að koma í veg fyrir einmitt það sem OECD sé að ráðleggja ríkisstjórninni; að setja á sjúklingaskatta og einkavæða kerfið, sem sé miklu dýrara þegar upp er staðið.

Ögmundur segir að marka megi nokkra stefnubreytingu í nýjustu skýrslu OECD. Ekki sé lengur þar að finna lofgjörð um einkavæðingu fjármálakerfisins, sem hafi verið að finna í skýrslum OECD á undanförnum árum. (ruv.is)
Ég er að mestu leyti sammála Ögmundi. Það er ekki í verkhring OECD að mæla fyrir um rekstrarform fyrirtækja. Það er heldur ekki í verkhring OECD að segja til um það hvort Ísland eigi að vera í ESB eða ekki. Þarna er OECD greinilega komið út fyrir sitt verksvið.
 Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband