Fimmtudagur, 3. september 2009
Ekkert raunhæft gert fyrir skuldara húsnæðislána
Það er mikil reiði og óánægja í þjóðfelaginu vegna bankahrunsins og hvernig það hefur farið með skuldara,einkum þá sem skulda húsnæðislán,verðtryggð eða gengislán.Mönnum finnst ríkisstjórnin ekki hafa gert neitt raunhæft fyrir þá,sem skulda slík lán og eru að sligast undan skuldabyrðunum. Nú hafa samtök heimilanna boðað tveggja vikna greiðsluverkfall eftir 1 mánuð ef ekki verði komin raunhæf úrræði fyrir þann tíma. Samtökin vilja fá einhverja niðurfellingu lána,lækkun á höfuðstól þeirra. Þau telja ekkert gagn í því að fá aðeins frest á greiðslum. Ég tek undir kröfur samtakanna.Það verður að gera eitthvað fyrir þá skuldara,sem eru verst staddir og ekki gengur að senda þá til hérðsdóms.Menn vilja ekki láta meðhöndla sig eins og þeir séu gjaldþrota þó þeir biðji um lækkun skulda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.