Fimmtudagur, 3. september 2009
Launþegar með 320-450 þús. kr. á mánuði fengu kauphækkunina,sem ætluð var láglaunafólki
Meðallaun verkafólks í frystihúsum úti á landi eru 320 þús. kr á mánuði,bónus,yfirvinna og orlofsgreiðslur meðtalið.Heildarlaun verkafólks í fiskimjölsverksmiðjum eru 450 þús. á mánuði,einnig allt meðtalið.Þetta er samkvæmt upplýsingum manns utan af landi,sem verið hefur í stjórn verkalýðsfélags þar og gjörþekkir kjör verkafólks.Launamennirnir,sem höfðu þessi kjör, fengu kauphækkunina 1.júlí sl. sem sagt var að væri fyrir þá lægst launuðu eingöngu.
Miðað við það að allt verkafólk i frystihúsum og fiskimjölsverksmiðjum fær kauphækkunina 1.júlí sl.á það sama að gilda um eldri borgara og öryrkja.Allir lífeyrisþegar eiga að fá kauphækkunina sem tók gildi 1.júlí sl. og þá hækkun sem verður 1.nóv. n.k.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.