Útilokað að verðbólgumarkmið náist

Nánast óhugsandi er að 12 mánaða verðbólga verði komin niður í 4,5% í lok þessa árs eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn lagði upp með. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði, segir þetta geta hægt á vaxtalækkun hér á landi.

Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákvað að veita Íslandi lánafyrirgreiðslu í fyrrahaust skrifuðu Íslendingar undir viljayfirlýsingu um áform íslenskra stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í lok þessa árs verði verbólgan komin niður í 4,5%. Nýjasta spá Seðlabankans gerir hins vegar ráð fyrir að hún verði þá 8,4%.
 
Friðrik Már telur líklegt að erlendum hagfræðingum finnist vextir hafa lækkað of hratt hér á landi og það sé ástæðan fyrir veikingu krónunnar. Seðlabankinn virðist taka í sama streng. Næstu viðbrögð Seðlabankans takið mið af því hvort Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn telji við næstu endurskoðun að vextirnir séu orðnir of lágir til að verðbólgan minnki.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband