Föstudagur, 4. september 2009
Hver var tilgangur stöðugleikasáttmálans?
Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins minnir stjórnvöld á að stöðugleikasáttmálinn hafi ekki verið undirritaður upp á grín og að brýnt sé að koma verkefnum af stað. Þetta var niðurstaða á fundi framkvæmdastjórnarinnar og á heimasíðu sambandsins segir að sáttmálinn sé fórn launafólks og framlag þess að settu marki. Ómarkvissar og seinvirkar aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins séu hins vegar ekki líklegar til að skila árangri.(visir,is)
Það hefur lítið verið gert með stöðugleikasáttmálann síðan hann var gerður.Svo virðist sem þessi sáttmáli hafi verið gerður til þess að skapa umgjörð um það að framlengja kjarasamninga með hóflegum hækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins "gleymdu" lífeyrisþegum við gerð sáttmálans.Oftast áður við gerð kjarasamninga hefur verkalýðshreyfingin farið fram á það,að eldri borgarar og öryrkjar fengju sömu hækkun og verkafólk. En nú ekki.Að vísu segir í sáttmálanum,að verja eigi undirstöður velferðarkerfisins. En það er ekkert gert það ákvæði frekar en mörg önnur í sattmálanum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.