Föstudagur, 4. september 2009
Landsframleiðsla dregist saman um 5,5% í ár
Landsframleiðslan fyrstu sex mánuði ársins 2009 er talin hafa dregist saman um 5,5% að raungildi samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2008.
Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 2,0% að raungildi frá fyrsta ársfjórðungi til annars ársfjórðungs í ár. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 4,3%.
Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofunnar í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um landsframleiðslu á 2. ársfjórðungi 2009.
Þar segir að samneysla jókst um 0,5% en einkaneysla dróst saman um 1,2% og fjárfesting um 2,2%. Þá er talið að útflutningur hafi aukist um 0,4% en innflutningur dregist saman um 4,4%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli ársfjórðunga, ekki ára.
Þá kemur fram meðal annars að landsframleiðslan á árinu 2008 varð 1.476 milljarðar króna og jókst að raungildi um 1,3% frá fyrra ári. Þessi vöxtur kemur í kjölfar 5,6% vaxtar á árinu 2007.
Vöxt landsframleiðslunnar á liðnu ári má öðru fremur rekja til útflutnings, sem jókst um 7% og skýrist sú aukning að stórum hluta af mikilli aukningu á útflutningi afurða stóriðju. Á sama tíma dróst innflutningur saman um 18%. Þjóðarútgjöld drógust saman um 8,6%. (visir)
Þessi samdráttur landsframleiðslu kemur ekki óvart. Það var jafnvel búist við meiri samdrætti. Ljóst er að það er útflutningurinn sem hefur hjápað okkur á árinu en hann hefur aukist mikið að verðmæti.Í mörgum öðrum löndum Evrópu hefur samdrátturinn verið meiri.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.