Laun í stjórnarráðinu lækkuð

Stefnt er að því að skerða laun háskólamenntaðra starfsmanna sjórnarráðsins um 3-10%. Skiptar skoðanir eru meðal starfsmanna um hvort það eigi að mótmæla fyrirhuguðum launalækkunum eða ekki.

Stjórnvöld leita allra leiða til að lækka kostnað. Ein þeirra leiða sem rædd hefur verið er að skerða laun opinberra starfsmanna. Háskólamenntaðir starfsmenn stjórnarráðsins hafa séð grófar útfærslur um hvernig laun þeirra verða lækkuð. Skerðingin nemur þremur til tíu prósentum, hækkar í takt við launin. 
Laun þeirra sem eru með mánaðarlaun í kringum 400 þúsund verða skert um 3%, en það samsvarar því mánaðarlaunin lækki um 12 þúsund krónur á mánuði. Þeir starfsmenn sem eru með um hálfa milljón í laun á mánuði fá á sig 5-6% launaskerðingu, eða 25 til 30 þúsund. 
Laun þeirra sem eru með 600 þúsund á mánuði verða skert um 8% eða 48 þúsund á mánuði og laun þeirra sem eru með 800 þúsund í mánaðarlaun verða skert um 12% eða 96 þúsund krónur á mánuði. 
Deildar meiningar eru um það meðal starfsmanna stjórnarráðsins sem fréttastofa hefur rætt við um hvort eigi það eigi að mótmæla skerðingaráformum harðlega eða hvort menn eigi að sætta sig við þau í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkja í þjóðfélaginu.
Ólafur Grétar Kristjánsson, formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, segir að ekkert samráð hafi verið haft við stéttarfélögin um fyrirhugaðar launahækkanir. (ruv.is)
Þessar launalækkanir höfðu verið boðaðar áður.Þær koma því ekki á óvart.
Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband