Útvarp saga vill,að Ólafur Ragnar segi af sér sem forseti!

Útvarp  Saga efndi til skoðanakönnunar um það hvort Ólafur Ragnar Grímsson,forseti Íslands,ætti að segja af sér vegna óánægju með það að hann skrifaði undir lög um Ice save. Mikill meirihluti hlustenda stöðvarinnar ,sem tóku þátt í könnuninni,vildu að Ólafur Ragnar segði af sér.Þetta var athyglisverð niðustaða.Ólafur Ragnar hefur verið vinsæll forseti og því er þessi könnun ekki í samræmi við það. Hver er skýringin á þessu? Ég hygg,að hún sé sú,að hefur verið rekinn mjög harður áróður á Útvarpi Sögu gegn Ice save. Menn hringdu stanslaust í stöðina og mæltu gegn Ice save og svo hringdu margir og mæltu gagn því að forsetinn skrifaði undir. Stjórnendur þáttanna á stöðinni hafa veruð sama sinnis og jafnvel harðari í andstöðu sinni.Það skýrir niðurstöðu könnunarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband