Valgerður Sverrisdóttir líkti FME við engla!

Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, líkti Fjármálaeftirlitinu við engla í ávarpi sem hún flutti á ráðstefnu eftirlitsins í janúar árið 2005. Á sömu ráðstefnu sagði Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, eftirlitsaðila með fjármálastarfsemi hér á landi vera jafn kraftmikla og eftirlitsstofnanir í Lúxemborg.

Aðalræðumaður ráðstefnunnar var Sir Howard Davies, fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Meðal annarra ræðumanna voru Halldór J. Kristjánsson og Bjarni Ármannsson.

„Rétt fyrir jól fékk ég sent fallegt jólakort frá Fjármálaeftirlitinu. Á kortinu var mynd af englum fönguðu athygli mína," sagði Valgerður sem túlkaði myndina á þá vegu að englarnir kæmu með frið á jörð með sér. Á myndinni var einnig leiðarstjarna.

„Rétt eins og englarnir vaka yfir okkur og tryggja velferð okkar vakir Fjármálaeftirlitið yfir fjármálakerfinu," sagði ráðherrann.

Í ræðu sinni kvaðst Sigurður vera ánægður með samskiptin við Fjármálaeftirlitið hér á landi. Á Íslandi, líkt í Lúxemborg, væri hægt að tjónka við eftirlitinu og fá leiðsögn þar sem lögð væri áhersla á aðalatriði umfram formsatriði. Þannig yrði traust og trúnaður til í viðskiptum.( visir,is)

Þessi ræða Valgerðar er dæmigerð fyrir ástandið á þessum tíma. Í stað þess að efla FME og láta það fá næga fjármuni svo það gæti gegnt betur sínu hlutverki og veitt bönkunum eðlilegt aðhald og eftirlit þá hældi  hún Fjármálaeftirlitinu og líkti því við engla!

 

Björgvin Guðmundsson



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband