Ekkert vitað um afstöðu Breta og Hollendinga enn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hafni Bretar og Hollendingar nýsamþykktum lögum um Icesave vegna þeirra fyrirvara sem Alþingi setti inn í lögin um ríkisábyrgð sé komin upp ný og grafalvarleg staða og „málið í algjörri upplausn“.

„Ég held að þá væri komin upp staða sem við myndum ekki ráða við án einhvers konar utanaðkomandi stuðnings,“ segir Steingrímur í samtali við Agnesi Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom ekkert það fram á fundi embættismanna landanna þriggja í Haag í Hollandi á miðvikudag sem skýrði hver afstaða Breta og Hollendinga væri til málsins eins og það hefði verið afgreitt frá Alþingi.

Fundurinn hefði fyrst og fremst verið til þess að upplýsa og svara spurningum sem upp komu. Samkvæmt sömu heimildum hafa breskir og hollenskir embættismenn gert kröfu til þess að ekkert verði upplýst um málið að svo stöddu. Stjórnvöld í hvoru landi fyrir sig þurfi einhverja daga til þess að mynda sér skoðanir og samræma.

Morgunblaðið hefur upplýsingar um að misjafnar áherslur séu í mismunandi ráðuneytum í hvoru landi um sig. Þannig mun vera meiri harka í garð Íslendinga í breska fjármálaráðuneytinu en forsætisráðuneytinu og hjá Hollendingum mun fjármálaráðuneytið vera Íslendingum hliðhollara en forsætisráðuneytið.

Fullvíst er talið að hafni Bretar og Hollendingar einhverjum tilteknum atriðum í fyrirvörunum verði reynt að leysa slík mál á fundum ráðherra landanna, hvort sem það verða fundir fjármálaráðherra eða forsætisráðherra.(mbl.is)

Það er dýpra á afastöðu Breta og Hollendinga en reiknað var með.Það yrði mjög slæmt,ef við þyrftum að semja alveg upp á  nýtt við Breta ig Hollendinga.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hefði aldrei átt að myndast við að semja um neitt, heldur vísa þessu til dómstóla, eins og skylda er í ágreiningi um sekt eða ábyrgð.  Steingrímur getur andað rólega, því Bretar og hollendingar munu fallast á fyrirvarana og hlaupa hlæjandi í bankann. Þessir fyrirvarar breyta ekki nokkrum hlut á heildina litið. Þeir fallast á þetta af því að þeir vilja ekki láta þetta fyrir dómstóla. Þeim er fullkunnugt um himinhrópandi vafaatriði þessarar kröfu.  Ísland er eina landið í heiminum, sem hefur þurft að hlýta svona afarkostum. Engin önnur þjóð myndi láta bjóða sér þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband