Sunnudagur, 6. september 2009
Efnahagsástandið í heiminum að batna
Tuttugu helstu iðnveldi heims segja að efnahagsástandið í heiminum sé mun betra en á fundi þeirra í apríl síðastliðnum. Á þeim fundi var aðallega rætt um neyðarráðstafanir gegn kreppunni.
Á fundi sem nú stendur yfir í Lundúnum er hinsvegar lögð megináhersla á að finna leiðir til þess að byggja upp öruggara hagkerfi fyrir framtíðina.
Einnig er lögð áhersla á að hafa hemil á launum bankastarfsmanna og setja nýjar reglur um útlán. Margir bankamenn fengu óheyrilegar bónusgreiðslur fyrir að finna viðskiptavini sem þeir gátu lánað enn óheyrilegri upphæðir. (visir,is)
Það eru góðar fréttir,að helstu iðnveldi heims telji efnahagsástandið í heiminum betra en í apríl sl.Það sýnir,að ástandið getur breyst a stuttum tíma. Það sama gildir um Ísland og Ísland er háð efnahagsástandinu í heiminum.Fundur 20 helstu iðnvelda heims hefur rætt ofurgreiðslur og bonusgreiðslur til bankamanna.Fundurinn telur,að þessar greiðslur hafi getað átt þátt í hruninu. Hið sama a við hér og því ljóst,að stjórnendur bankanna bera mikla ábyrgð hér rétt að láta þá sæta ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.