Þjónusta minnkar og biðlistar aukast á Landspítala

Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, óttast að viðvarandi sparnaður í heilbrigðiskerfinu muni færa þjónustu spítalanna aftur um nokkur ár og biðlistar aukast. Hann segir nauðsynlegt að ríkið líti til þess hvernig það ver fjármunum sínum. Landspítalinn þarf að skera niður í fjárútlátum spítalans um 400 milljónir króna það sem eftir lifir árs. Þá blasir við að skorið verði niður í heilbrigðiskerfinu í fjárlögum næsta árs.

Formaður félags hjúkrunarfræðinga sagðist í hádegisfréttum  RUV óttast þessa þróun.

 

Þorbjörn segir að viðvarandi sparnaður muni leiða til atgervisflótta úr læknastéttinni sem kæmi niður á heilbrigðiskerfinu meðal annar vegna þess að ný þekking bærist ekki til landsins.

Komi læknar ekki aftur heim úr sérnámi hafi það skaðlegri áhrif til lengri tíma. Fáir læknar séu að læra í sumum sérgreinum og komi þeir ekki heim að loknu námi séu verulegar lýkur á því að þeir setjist að erlendis. Nauðsynlegt sé að ríkisstjórnin líti til þess hvernig fé ríkisins sé varið. Flestir Íslendingar hljóti að vera sammála um að heilbrigðiskerfið hafi forgang framyfir ýmislegt annað. (ruv,is)

Samkvæmt þessu er ljóst,að niðurskurður á Landspítala mun hafa mjög slæmar afleiðingar.En hjá honum verður samt ekki komist.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband