Stiglitz: Ísland fórnarlamb frjálshyggjunnar

Joseph Stiglitz nóbelsverðlaunarhafi og hagfræðiprófessor segir krónuna hafa hjálpað Íslandi mikið í kreppunni. Hann er að mörgu leyti ánægður með aðkomu Aþjóðagjaldeyrssjóðnum hér á landi og lítur á Ísland sem fórnarmlamb í kreppunni sem þurfi að hjálpa. Stiglitz var gestur í Sílfri Egils á Rúv.

Stiglitz er kominn hingað til lands meðal annars til þess að ræða við ráðamenn þjóðarinnar og sagðist hann hlakka mjög til þeirra funda. Sitglitz vann skýrslu um Ísland árið 2001 fyrir Seðlabanka Íslands þar sem hann varaði við fasteignabólunni sem væri að myndast hér á landi.

Stiglitz hefur í gegnum árin gagnrýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en hann sagði sjóðinn vera að gera hluti hér á landi sem væru að mörgu leyti mun betri en í öðrum löndum sem sjóðurinn hefur aðstoðað. Við fengjum mikið svigrúm til þess að leysa okkar mál sjálf sem hann sagði mikilvægt. Einnig sagði hann mikilvægt að stýrivextir væru háir hér á landi á meðan krónan væri jafn veik og raun ber veitni.

Hann sagði þó að þrátt fyrir veikt gengi krónunnar væri krónan heilt yfir að hjálpa okkur mikið. Hann sagði lítil hagkerfi þurfa svigrúm, sérstaklega þegar þau yrðu fyrir áfalli eins og nú. Ef að krónan hefði ekki farið niður líkt og hún gerði hefði til dæmis ferðamannabransinn ekki blómstrað jafnmikið og í sumar og atvinnuleysið hefði líklega orðið meira.

Aðspurður um Icesaveskuldbindingarnar sem íslenska þjóðin hefur nú tekið á sig sagði hann stjórnvöld hér á landi vissulega hafa gert mistök. Það hefðu hinsvegar stjórnvöld í Bretlandi einnig gert og þau bæru ábyrgð gagnvart sínum þegnum. Hann sagði að líklega hefði ekki verið samið á alveg sanngjarnan hátt.

Hann var síðan spurður hvort það væri rétt að ríkisstjórnin hér á landi hefði haft samband við hann rétt eftir að allt hrundi. „Ég talaði við ýmsa, en ég er alltaf að tala við fólk allsstaðar og ræða ólíkar skoðanir."

Aðspurður hvort hann hefði áhuga á að koma hingað til lands og verða ráðgjafi ríkisstjórnarinnar sagðist hann vera til í að hjálpa eins mikið og hann gæti. (visir.is)

Stiglitz  sagði,að Ísland hefði orðið fórnarlamb frjálshyggjunnar.Hann gagnrýndi frjálshyggjuna og sagði,að ekki væri enn búið að ákveða hvernig ætti að reka frjálst markaðshagkerfi.Hann sagði,að gjaldeyrishöft væru mikið gagnrýnd og sagt,að erlendir fjárfestar mundi ekki koma hingað á meðan þau væru í gildi. En í Kína væru gjaldeyrishöft en þó væri meiri erlend fjárfesting þar en i nokkru öðru land . Siglitz hefur gagnrýnt AGS mikið einkum fyrir það hvernig sjóðurinn tók á málum landa í Asíu og S-Ameriku sem lentu í erfiðleikum.Í þessum löndum gerði AGS  mikil mistök. En hér hefur sjóðurinn tekið mildilegar á málum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband