Mörg stór verkefni koma til greina fyrir lífeyrissjóðina

Enn er unnið að því á vegum stjórnvalda að greina þau verkefni sem lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega fjármagnað til að stuðla að aukinni atvinnu í landinu.

Í júnímánuði síðastliðnum lýsti ríkisstjórnin yfir áhuga á að ganga til samstarfs við lífeyrissjóðina um fjármögnun stórra framkvæmda til að stuðla að aukinni atvinnu í tengslum við stöðugleikasáttmála. Var tekið fram að stefnt skyldi að því að viðræðum þar um yrði lokið fyrir 1. september 2009.

Þórhallur Arasonar, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, sem stýrir starfshópi ríkisstjórnarinnar í þessu máli, segir að vinnan sé enn í gangi. „Verið er að greina verkefnin sem til greina koma,“ segir Þórhallur. „Þau sem nefnd hafa verið eru til að mynda vegaframkvæmdir, sjúkrahúsbyggingin í Reykjavík, samgöngumiðstöð og fleira. Við höfum átt viðræður við lífeyrissjóðina sem hafa gengið ágætlega en greiningarvinnunni er hins vegar ekki lokið.“(mbl.is)

Mjög brýnt er að hraða ákvarðanatöku um aðild lífeyrissjóða að stórum verkefnum,sem gætu aukið atvinnu í landinu. Samkomulag var um þetta atriði i stöðugleikasáttmálanum en ekkert hefur verið ákveðð  enn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband