Vöruskiptajöfnuður 121 milljarði hagstæðari en í fyrra

Fyrstu átta mánuðina 2009 voru fluttar út vörur fyrir 297,6 milljarða króna en inn fyrir 252,9 milljarða króna . Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 44,7 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 76,1 milljarð á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 120,8 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að tölur fyrri mánaða um innflutning á hrá- og rekstrarvörum hafa verið leiðréttar til hækkunar um 7,9 milljarða kr.

 

Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 44,1 milljarð króna og inn fyrir tæpa 31,5 milljarða króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 12,6 milljarða króna. Í ágúst 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 4,7 milljarða króna á sama gengi.

 

Fyrstu átta mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 104,4 milljörðum eða 26,0% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 44,6% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10% minna en á sama tíma árið áður.

 

Útfluttar iðnaðarvörur voru 49,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 28,8% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls, en einnig var samdráttur í útflutningi á


Fyrstu átta mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruinnflutnings 225,1 milljarði eða 47,1% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í innflutningi nær allra liða innflutnings, mest í hrá- og rekstrarvöru, flutningatækjum og fjárfestingavöru. ( visir,is)

 

Það er jákvætt,að vöruskiptajöfnuður se hagstæður og getur stuðlað að sterkara gengi og minni verðbólgu. Batinn á vöruskiptajöfnuðinum er eitt af því fáa,sem er hagstætt í þjóðarbúskapnum í dag.

 

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband