Miðvikudagur, 30. september 2009
Frítekjumark vegna fjármagnstekna alltof lágt
Í grein Björgvin Guðmundssonar um nýskipan almannatrygginga í Mbl.segir svo m.a.:
Frítekjumark vegna fjármagnstekna er núi 8.160 kr.á mánuði. Það er hvorki fugl né fiskur.Verkefnisstjórn segir í áliti sínu, að þetta frítekjumark þyrfti að vera hærra, í átt að 30 þús. á mánuði. Í áliti verkefnisstjórnar segir, að kostnaður við það gæti orðið í kringum 1 milljarð kr, En þar á móti kemur, að talið er að ríkið spari nálega 3 milljarða vega aukinnar skerðingar tryggingabóta af völdum fjármagnstekna.Auðvitað á frítekjumark vegna fjármagnstekna að vera hið sama og vegna atvinnutekna, þ.e. a.m.k. 100 þús.á mánuði. Lágt frítekjumark vegna fjármagnstekna dregur úr sparnaði og leiðir til þess að fólk tekur sparifé sitt út úr bönkunum, þar eð það vill ekki sæta skerðingu á lífeyri sínum frá almannatryggingum.Tillögur verkefnisstjórnar eru sama marki brenndar og tillögur fyrri ríkisstjórnar.Þær eru miðaðar við það,sem er hagkvæmast fyrir ríkissjóð en ekki það sem er hagkvæmast fyrir lífeyrisþega.
Álit og tillögur verkefnisstjórnar bera þess göggt merki, að ríkisstjórnin hefur horft yfir öxlina á verkefnisstjórninni.Það hefði verið betra að verkefnisstjórnin hefði haft meira sjálfstæði. Hún hefði átt að gera sjálfstæðar tillögur án afskipta ríkisstjórnar og ráðherra. Þannig starfa nefndir erlendis og þannig hefði verkefnisstjórnin átt að starfa hér.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.