Hrunið eins árs

Eitt ár er liðið frá hruni bankanna,efnahagshruninu,sem leitt hefur kreppu yfir þjóðina.Fyrst féll Glitnir banki. Forráðamenn bankans snéru sér til Seðlabankans og báðu um lán vegna afborgunar af láni hjá þýskum banka.Þessari lánsbeiðni var synjað en í staðinn ákvað Seðlabankinn að kaupa 75% í Glitni og nota til þess hluta af gjaldeyrisvarasjóðnum.Það jafngilti þjóðnýtingu bankans.Strax og það fréttist,að hið opinbera á Íslandi hefði yfirtekið Glitni lokuðust allar lánalínur erlendra banka til Íslands.Gengið féll. Áhrifin af þessari aðgerð Seðlabanka og ríkisstjórnar voru því slæm.Í kjölfarið féllu Kaupþing og Landsbankinn. Engin leið er að vita hvort bankarnir hefðu hvort sem er fallið þó Glitnir hefði ekki verið þjóðnýttur, Sennilega hefði það gerst en ef til vill eitthvað síðar og spurning er hvort unnt hefði verið að bjarga einum banka ef öðru vísi hefði verið staðið að málum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband