Árni Páll: Hvenær fá aldraðir og öryrkjar hækkun launa eins og verkafólk?

Það eru nú 3 mánuðir frá því launþegar fengu kauphækkun,6750 kr.  á mánuði og samið var um að þeir fengju jafnmikla hækkun 1.nóv. n.k.Það hefur verið viðtekin venja undanfarin ár, að lífeyrisþegar fengju hækkun á lífeyri,þegar kaup hækkaði. Þannig var það í stjórnartíð íhalds og framsóknar enda þótt lífeyrisþegar teldu ekki alltaf, að hækkun lífeyris væri nægilega mikil." Félagshyggjustjórnin" getur ekki gert verr við aldraða og öryrkja en íhaldsstjórnir.Lífeyrisþegar eru enn ekki farnir að fá sambærilega hækkun á lífeyri sínm og verkafólk fékk á launum sínum 1,júlí.
Árni Páll! Hvað dvelur orminn langa? Hvenær á að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja? Samkvæmt lögum um almannatryggingar  á lífeyrir að hækka í samræmi við hækkun á launum eða eins og segir í lögunum : Taka á mið af launaþróun og breytingu á vísitölu neysluverðs.
Landssamband eldri borgara  hefur samþykkt að hækka eigi lífeyri vegna hækkunar launa 1.júlí sl. og afturkalla eigi kjaraskerðingu lífeyrisþega frá sama tíma. Stjórn eldri borgara í Samfylkingunni,60+ ,hefur samþykkt það sama. Hún vill,að lífeyrir hækki eins og laun.Og hún vill,að kjaraskerðingin verði afturkölluð.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband