Miðvikudagur, 30. september 2009
Endurskoðun TR: Lítið gagn í tillögunum
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól félagsmálaráðherra voru miklar vonir bundnar við,að hún mundi stórbæta almannatryggingakerfið.Og vissulega gerði hún nokkrar ágætar endurbætur,einkum fyrir þá eldri borgara,sem voru á vinnumarkaðnum en einnig afnam hún skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka.Mestar vonir voru þó bundnar við endurskoðun tryggingakerfsins.Jóhanna skipaði nefnd um þessa endurskoðun og hún átti að skila áliti 1.nóv. sl. og stórefla almannatryggingarnar og bæta kjör lífeyrisþega.En því miður ekkert hefur komið út úr þessari endurskoðun.Tillögur nefndarinnar eru hvorki fugl né fiskur.Endurskoðunarnefndin valdi þá leið að þóknast rikisstjórnni í stað þess að starfa sjálfstætt.Þess vegna skilaði nefndin tillögum,sem ríkisstjórninni voru þóknarlegar.Einnig tók nefndin tillit til kreppunnar.Erlendis starfa nefndir sem þessar á allt annan hátt. Þær starfa sjálfstætt og siðan ákveða ríkisstjórnir hvað þær nota úr tillögunnum.Það eru eðlilegri vinnubrögð.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.