Afnám grunnlífeyris er eignaupptaka

Margir telja,að það að afnema grunnlífeyri hjá fjölda lífeyrisþega  eins og rikisstjórnin gerði 1júlí sl. sé ekkert annað en eignaupptaka og því brot á stjórnarskránni.Fólk hefur greitt alla ævi til almannatrygginga.Þetta hefur verið sparnaður til efri ára og fólk hefur átt von á lífeyri á efri árum. En siðan er þessi lífeyrir strikaður út með einu pennastriki.

Þegar alþýðutryggingar voru stofnaðar hér 1936 kom það skýrt fram,að tryggingarnar áttu að ná til allra,vera altækar. 1944 voru tryggingarnar útvíkkaðar og sett lög um almannatryggingar.Þá lýsti Ólafur Thors forsætisráðherra því yfir,að hér á landi skyldi komið á svo fullkomnu kerfi almannatrygginga,sem næði til allra án tillits til stétta eða efnahags,að Ísland yrði á þessu sviði í fremstu röð nágrannaþjóða.

Þarna fór ekki á milli mála,að almannatryggingar áttu að ná til allra,án tillits til efnahags. Misgóðir stjórnmálamenn geta ekki breytt þessu með einu pennastriki og tekið af fólki það sem það hefur sparað. Það er eignaupptak og lögbrot.

 

Björgvoin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband